top of page
forsidumynd 2.jpg

SAGAN MÍN

Ég heiti Margrét Valgerður Helgadóttir og er móðir, dóttir og vinkona. Ég er líka dæmigerð vog, félagsmálafrík sem hef tilhneigingu til að taka aðeins of mikið að mér, búsett í Reykjavík en ættuð af suðurlandi. Ég elska að ferðast, bæði innanlands og erlendis og heimsækja nýja staði. Hef verið búsett í Danmörku og í Bandaríkjunum en finnst Ísland alltaf fallegast og best á sumrin en gæti vel hugsað mér að búa við sólarstrendur yfir vetrartímann.
Ég er lífsglöð, jákvæð og hef áhuga á að njóta þeirrar vegferðar sem lífið býður upp á meðan ég get.

 

Ég hef starfað við upplýsingatækni síðastliðinn 18 ár við margvíslegar áskoranir í þeim geira. Í dag starfa ég sem verkefnastjóri fyrir Stafrænt Suðurland þar sem engir tveir dagar eru eins. Ég er líka útskrifaður markþjálfi og finnst ótrúlega gaman að fást við markþjálfun, bæði á sjálfri mér og með þeim sem leita til mín. Ég á mér ótalmörg áhugamál og þar er handbolti ofarlega á blaði.

Mitt helsta forgangsmál þessa dagana er að verða betri útgáfa af sjálfri mér á hverjum degi, vera kærleiksrík og hvetjandi við mína nánustu, og búa til góðar minningar með þeim sem ég elska mest. Þessi hamingjuferð sem hér er opinberuð er mín leið til að ná einu af mörgum markmiðum mínum í lífinu.

©2020 by Lukkan made with Wix.com

bottom of page